Stefán Gíslason var mikilvægur norska liðinu Viking í kvöld þegar hann tryggði sínu nýja liði 1-1 jafntefli á móti Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Stefán skoraði markið sitt með skalla á 74. mínútu leiksins eftir að Tromsö hafði komist yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Stefán Gíslason lék allan leikinn eins og Indriði Sigurðsson. Stefán var á miðjunni en Indriði spilaði sem miðvörður.
Stefán Logi Magnússon hélt hreinu í marki Lilleström sem gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Kongsvinger. Björn Bergmann Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu.
Árni Gautur Arason stóð allan tímann í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Start á útivelli.
Úrslitin í norsku úrvalsdeildinni í kvöld:
Start-Odd Grenland 1-1
Viking-Tromsö 1-1
Kongsvinger-Lillestrøm 0-0
Haugesund-Aalesund 2-1
Stefán tryggði Viking jafntefli á móti Trömsö
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn