Þjóð með spegil Gerður Kristný skrifar 13. september 2010 09:30 Fyrir rúmum tuttugu árum voru Stígamót - grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi stofnuð. Starfsemin mætti oft skilningsleysi fyrstu árin en samtökin, þá undir styrkri stjórn dr. Guðrúnar Jónsdóttur félagsfræðings, stóðu allan mótbyr af sér, enda sást strax í upphafi að brýn þörf var fyrir þau. Guðrún og aðrar starfskonur Stígamóta gengu fram fyrir skjöldu og fræddu þjóð sína. Þær sögðu okkur að kynferðisofbeldi væri alvarlegur glæpur og útskýrðu afleiðingar þess fyrir þolendurna. Starfið bar ávöxt og engum vafa undirorpið hvað Stígamót hafa hjálpað mörgum. Dag nokkurn birtist Thelma Ásdísardóttir og hrærði upp í samfélaginu með sögu sinni. Hátt og snjallt vísaði hún skömminni - bókstaflega - til föðurhúsanna. Síðar kom Breiðavíkurmálið upp og fjöldi íslenskra karlmanna treysti sér til að skýra frá ömurlegri bernsku. Rétt eins og í tilfelli Thelmu og systra hennar hafði félagskerfið brugðist ungum börnum. Áhrif þessara vitnisburða voru sterk. Íslenska þjóðin horfðist í augu við sjálfa sig og lofaði að gera allt til að voðaatburðir á borð við þá sem áttu sér stað í gula húsinu í Hafnarfirðinum, Breiðavík, Bjargi og öðrum upptökuheimilum gerðust aftur. Nú hefur komið á daginn að fyrrverandi biskup þessa lands, hr. Ólafur Skúlason, var kynferðisofbeldismaður. Dóttir hans steig fram og sagði frá því hvaða mann pabbi hennar hafði að geyma. Og þá rifjaðist upp að einn þolenda hans, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem sagði sögu sína fyrir einum 14 árum, fékk ekki þá aðstoð sem henni bar. Frásögn Sigrúnar Pálínu vakti vitaskuld mikla athygli á sínum tíma. Þöggunin fór því heldur ekki fram hjá neinum og það er skelfilegt að ímynda sér áhrifin sem þetta afskiptaleysi hlýtur að hafa haft, ekki aðeins á Sigrúnu sem flutti úr landi ásamt fjölskyldu sinni, heldur aðra þolendur kynferðisofbeldis. Þarna sáu þeir svart á hvítu hvernig viðbrögðin yrðu ef þeir dirfðust að skýra frá reynslu sinni, hvað þá að ganga svo langt að kæra. Á meðan léku misyndismenn lausum hala og sá hugsunarháttur að nauðgun og annað kynferðisofbeldi væri eins og hvert annað sakleysislegt sprell fékk að grassera. Skaðinn sem þessi þöggun hefur haft í för með sér gæti verið meiri en okkur grunar. Enn hefur speglinum verið brugðið á loft en nú er hann borinn upp að vitum okkar til að ganga úr skugga um að með okkur bærist lífsmark, fólkinu sem hvorki gat skenkt Sigrúnu Pálínu skilning né samúð. Næst þegar til okkar verður leitað skulum við bjóða gestinum til sætis, ljúka hurðinni aftur, slökkva á símanum og leggja við hlustir. Eitt getum við nefnilega verið viss um, fleiri eiga eftir að biðja okkur um áheyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fyrir rúmum tuttugu árum voru Stígamót - grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi stofnuð. Starfsemin mætti oft skilningsleysi fyrstu árin en samtökin, þá undir styrkri stjórn dr. Guðrúnar Jónsdóttur félagsfræðings, stóðu allan mótbyr af sér, enda sást strax í upphafi að brýn þörf var fyrir þau. Guðrún og aðrar starfskonur Stígamóta gengu fram fyrir skjöldu og fræddu þjóð sína. Þær sögðu okkur að kynferðisofbeldi væri alvarlegur glæpur og útskýrðu afleiðingar þess fyrir þolendurna. Starfið bar ávöxt og engum vafa undirorpið hvað Stígamót hafa hjálpað mörgum. Dag nokkurn birtist Thelma Ásdísardóttir og hrærði upp í samfélaginu með sögu sinni. Hátt og snjallt vísaði hún skömminni - bókstaflega - til föðurhúsanna. Síðar kom Breiðavíkurmálið upp og fjöldi íslenskra karlmanna treysti sér til að skýra frá ömurlegri bernsku. Rétt eins og í tilfelli Thelmu og systra hennar hafði félagskerfið brugðist ungum börnum. Áhrif þessara vitnisburða voru sterk. Íslenska þjóðin horfðist í augu við sjálfa sig og lofaði að gera allt til að voðaatburðir á borð við þá sem áttu sér stað í gula húsinu í Hafnarfirðinum, Breiðavík, Bjargi og öðrum upptökuheimilum gerðust aftur. Nú hefur komið á daginn að fyrrverandi biskup þessa lands, hr. Ólafur Skúlason, var kynferðisofbeldismaður. Dóttir hans steig fram og sagði frá því hvaða mann pabbi hennar hafði að geyma. Og þá rifjaðist upp að einn þolenda hans, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem sagði sögu sína fyrir einum 14 árum, fékk ekki þá aðstoð sem henni bar. Frásögn Sigrúnar Pálínu vakti vitaskuld mikla athygli á sínum tíma. Þöggunin fór því heldur ekki fram hjá neinum og það er skelfilegt að ímynda sér áhrifin sem þetta afskiptaleysi hlýtur að hafa haft, ekki aðeins á Sigrúnu sem flutti úr landi ásamt fjölskyldu sinni, heldur aðra þolendur kynferðisofbeldis. Þarna sáu þeir svart á hvítu hvernig viðbrögðin yrðu ef þeir dirfðust að skýra frá reynslu sinni, hvað þá að ganga svo langt að kæra. Á meðan léku misyndismenn lausum hala og sá hugsunarháttur að nauðgun og annað kynferðisofbeldi væri eins og hvert annað sakleysislegt sprell fékk að grassera. Skaðinn sem þessi þöggun hefur haft í för með sér gæti verið meiri en okkur grunar. Enn hefur speglinum verið brugðið á loft en nú er hann borinn upp að vitum okkar til að ganga úr skugga um að með okkur bærist lífsmark, fólkinu sem hvorki gat skenkt Sigrúnu Pálínu skilning né samúð. Næst þegar til okkar verður leitað skulum við bjóða gestinum til sætis, ljúka hurðinni aftur, slökkva á símanum og leggja við hlustir. Eitt getum við nefnilega verið viss um, fleiri eiga eftir að biðja okkur um áheyrn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun