

„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta í dag,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en Alþingi felldi þá tillögu að henni skyldi verða stefnt fyrir landsdóm.
Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Alþingi samþykkti skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með öllum greiddum atkvæðum. Allir þingmennirnir 63 voru mættir í þingsal.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi sem var að falla.
Steingrímur J. Sigfússon segir að verði tillaga um að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm felld á Alþingi hafi það ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum á Alþingi.
Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.