Reiðhjólið dregið fram Marta María Friðriksdóttir skrifar 20. júlí 2010 06:00 Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. á þessum hjólaferðum mínum kom mér mjög á óvart hversu hjólastígar eru orðnir góðir og líka ansi margir í borginni. Kannski á það sinn þátt í undrun minni að ég er nýflutt í annan borgarhluta, Vesturbæinn, og þaðan gætu hugsanlega verið betri stígar. Úr austurbænum var ég sífellt að hoppa upp og niður af hjólinu til að fara yfir götur á mishraðvirkum umferðarljósum. Úr Vesturbænum er gaman að hjóla meðfram Ægisíðunni, inn að Nauthólsvík, út Fossvoginn og upp Ártúnsbrekkuna þar til komið er upp í Árbæ. Þetta er einstaklega skemmtileg leið, bæjarhluta á milli, og alls ekki margir staðir þar sem stoppa þarf til þess að fara yfir miklar umferðargötur á leiðinni. Varla svo að ég hafi séð bíl alla leiðina. Reyndar hafa verið byggðar sérstakar göngubrýr fyrir hjólandi vegfarendur og gangandi frá austurbænum upp í Breiðholt eða Árbæ sem auðvelda leiðina talsvert. Hægt er að ferðast bæjarhorna á milli á reiðhjóli og er tilvalið að nýta sér hjólreiða- og göngustíganetið í borginni og gera reiðhjólið að fyrsta valkosti sem farartæki, að minnsta kosti yfir sumartímann. Hjólið verður raunhæfari ferðamáti þegar leiðirnar léttast og valmöguleikum fjölgar. Hjólið mitt hefur reyndar legið óhreyft upp við húsvegg síðasta tæpa mánuðinn. Margir vissu að ég hafði tekið hjólið í notkun aftur og hef ég undanfarið oft verið spurð út í það hvernig mér takist að hjóla alltaf til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Eftir að spurningin hefur verið borin upp lítur spyrjandinn á mig vongóður, blikkar augum, brosir og bíður spenntur eftir svarinu sem verður oftast ekki eins og hann býst við. Svarið er að veðrið hafi sett strik í reikninginn á tímabili og svo sé bara erfitt að ná í hjólið sem hímir einmana undir húsvegg, og safnar í þetta skipti ryði en ekki ryki. Nú ætla ég að fara að taka mig á, sækja hjólið og nýta góða hjólreiðastíga borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. á þessum hjólaferðum mínum kom mér mjög á óvart hversu hjólastígar eru orðnir góðir og líka ansi margir í borginni. Kannski á það sinn þátt í undrun minni að ég er nýflutt í annan borgarhluta, Vesturbæinn, og þaðan gætu hugsanlega verið betri stígar. Úr austurbænum var ég sífellt að hoppa upp og niður af hjólinu til að fara yfir götur á mishraðvirkum umferðarljósum. Úr Vesturbænum er gaman að hjóla meðfram Ægisíðunni, inn að Nauthólsvík, út Fossvoginn og upp Ártúnsbrekkuna þar til komið er upp í Árbæ. Þetta er einstaklega skemmtileg leið, bæjarhluta á milli, og alls ekki margir staðir þar sem stoppa þarf til þess að fara yfir miklar umferðargötur á leiðinni. Varla svo að ég hafi séð bíl alla leiðina. Reyndar hafa verið byggðar sérstakar göngubrýr fyrir hjólandi vegfarendur og gangandi frá austurbænum upp í Breiðholt eða Árbæ sem auðvelda leiðina talsvert. Hægt er að ferðast bæjarhorna á milli á reiðhjóli og er tilvalið að nýta sér hjólreiða- og göngustíganetið í borginni og gera reiðhjólið að fyrsta valkosti sem farartæki, að minnsta kosti yfir sumartímann. Hjólið verður raunhæfari ferðamáti þegar leiðirnar léttast og valmöguleikum fjölgar. Hjólið mitt hefur reyndar legið óhreyft upp við húsvegg síðasta tæpa mánuðinn. Margir vissu að ég hafði tekið hjólið í notkun aftur og hef ég undanfarið oft verið spurð út í það hvernig mér takist að hjóla alltaf til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Eftir að spurningin hefur verið borin upp lítur spyrjandinn á mig vongóður, blikkar augum, brosir og bíður spenntur eftir svarinu sem verður oftast ekki eins og hann býst við. Svarið er að veðrið hafi sett strik í reikninginn á tímabili og svo sé bara erfitt að ná í hjólið sem hímir einmana undir húsvegg, og safnar í þetta skipti ryði en ekki ryki. Nú ætla ég að fara að taka mig á, sækja hjólið og nýta góða hjólreiðastíga borgarinnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun