Ritun sögu Seðlabanka Íslands 23. febrúar 2010 06:00 Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun