Pitsa ryðst inn í lokaða veröld Elísabet Brekkan skrifar 21. september 2010 06:00 Heiðar Sumarliðason og Fátæka leikhúsið. Leikhús / *** Pizzasendillinn Sýnt í Faktorý, Smiðjustíg Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason Aðalhlutverk: Þóra Karítas Árnadóttir, Magnús Guðmundsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Saga Garðarsdóttir. Ný leikhús í gömlu umhverfi líta nú dagsins ljós nánast í hverri viku. Faktorý hét áður Grand Rokk og þar við hliðina á veitingastaðnum í sal með sætum og sófaröð kviknaði leikhús til lífsins á föstudagskvöldið þegar hópurinn sem kallar sig Fátæka leikhúsið réðist í að frumflytja verk eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Fjórir leikarar sitja í ferköntuðu rými eins og þeir séu myndskreyting í bók eða hver og einn í sínu sjónvarpsstúdíói. Þessir fjórir leikarar haggast ekkert úr stöðum sínum allt verkið þótt ýmislegt komi þeim úr jafnvægi vægast sagt. Fjölskylda; mamma, pabbi og dóttir, búa á Melhaga í Reykjavík og virðist hafa einangrast þar algerlega frá öllu öðru lífi en samvistunum hvert við annað. Þau eru upptekin af kynórum um leið og þau niðurlægja hvert annað en þykjast þó þurfa hvert á öðru að halda. Allt í einu er dinglað (eins og það heitir núorðið þegar dyrabjöllu er hringt). Kominn er pitsusendill með sendingu sem enginn í þessari fjölskyldu kannast við, enda pantar enginn pitsu í þessari fjölskyldu. Dóttirin lifir í lokaðri veröld og er greinilega það sem foreldrarnir bæði hata og elska og helst vilja losna við, hvernig sem það kemur nú heim og saman. Engu að síður skapast samskipti milli hennar og sendilsins og svo tekur mamman yfir það samband meðan pabbinn vill helst flýja með móðurinni en einhvern veginn samt ekki. Leikurinn er uppbyggður af mónólógum frá hverju einu þeirra auk þess sem undirliggjandi hljóðmotta framkallar einhvers konar jarðskruðningahljóð eða eins og eldgos sé í uppsiglingu og magnar stemninguna í verkinu. Þóra Karítas Árnadóttir fer með hlutverk hinnar hjólgröðu móður sem síðan viðurkennir að hafa ekki fengið neitt almennilegt út úr kynlífi sínu, alla vega ekki með eiginmanninum. Þóra Karítas hefur heillandi nærveru og einbeitingu fyrir utan að raddbeiting hennar er hér með skemmtilega dularfullum blæ. Hin innilæsta dóttir sem vill en vill þó ekki fara eða vera, er leikin af Sögu Garðarsdóttur sem enn er í leiklistarnámi við LHÍ. Saga hefur sterka útgeislun og sýndi fantagóða takta í fremur erfiðu hlutverki, einkum þegar hún var að reyna að útiloka vitleysuna í foreldrum sínum. Pabbann leikur Magnús Guðmundsson. Á tíma virtist hann vera orðinn svolítið leiður á að vera þessi pabbi en þegar á leið rjátlaðist sá leiði af honum. Kannski var föðurhlutverkið óskýrast af hendi höfundar? Pitsusendilinn lék Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann er enn í skólanum og það verður mjög gaman að fylgjast með honum; hann er með húmoristíska áru sem hann er strax farinn að spila snilldarlega á. Leikstjórinn virðist halda mjög vel utan um sitt fólk. Elísabet Kristín Jökulsdóttir les okkur leikstjórnarhlutann eða leiðbeiningar af bandi og eins lýkur hún verkinu með sömu aðferð, eins og um síðustu blaðsíðu bókar sé að ræða. Það rammaði ágætlega inn verkið. Þó svo að leikararnir hafi verið hverjum öðrum betri og virkilega gaman að sjá þetta efnilega fólk fara vel með texta, vaknar þó spurningin hvort textinn hafi verið nógu efnilegur. Og þó, kynórarar og innilokuð börn hjá misskildum foreldrum er kannski ágætis tilbreyting í hruna-hrynjandanum. Smart sýning en framvinduna vantaði sem gerði að þetta varð fremur eins og sífelld endurtekning af sömu mynd. Niðurstaða: Smart sýning og vel leikin en heldur endurtekningarsöm. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikhús / *** Pizzasendillinn Sýnt í Faktorý, Smiðjustíg Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason Aðalhlutverk: Þóra Karítas Árnadóttir, Magnús Guðmundsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Saga Garðarsdóttir. Ný leikhús í gömlu umhverfi líta nú dagsins ljós nánast í hverri viku. Faktorý hét áður Grand Rokk og þar við hliðina á veitingastaðnum í sal með sætum og sófaröð kviknaði leikhús til lífsins á föstudagskvöldið þegar hópurinn sem kallar sig Fátæka leikhúsið réðist í að frumflytja verk eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Fjórir leikarar sitja í ferköntuðu rými eins og þeir séu myndskreyting í bók eða hver og einn í sínu sjónvarpsstúdíói. Þessir fjórir leikarar haggast ekkert úr stöðum sínum allt verkið þótt ýmislegt komi þeim úr jafnvægi vægast sagt. Fjölskylda; mamma, pabbi og dóttir, búa á Melhaga í Reykjavík og virðist hafa einangrast þar algerlega frá öllu öðru lífi en samvistunum hvert við annað. Þau eru upptekin af kynórum um leið og þau niðurlægja hvert annað en þykjast þó þurfa hvert á öðru að halda. Allt í einu er dinglað (eins og það heitir núorðið þegar dyrabjöllu er hringt). Kominn er pitsusendill með sendingu sem enginn í þessari fjölskyldu kannast við, enda pantar enginn pitsu í þessari fjölskyldu. Dóttirin lifir í lokaðri veröld og er greinilega það sem foreldrarnir bæði hata og elska og helst vilja losna við, hvernig sem það kemur nú heim og saman. Engu að síður skapast samskipti milli hennar og sendilsins og svo tekur mamman yfir það samband meðan pabbinn vill helst flýja með móðurinni en einhvern veginn samt ekki. Leikurinn er uppbyggður af mónólógum frá hverju einu þeirra auk þess sem undirliggjandi hljóðmotta framkallar einhvers konar jarðskruðningahljóð eða eins og eldgos sé í uppsiglingu og magnar stemninguna í verkinu. Þóra Karítas Árnadóttir fer með hlutverk hinnar hjólgröðu móður sem síðan viðurkennir að hafa ekki fengið neitt almennilegt út úr kynlífi sínu, alla vega ekki með eiginmanninum. Þóra Karítas hefur heillandi nærveru og einbeitingu fyrir utan að raddbeiting hennar er hér með skemmtilega dularfullum blæ. Hin innilæsta dóttir sem vill en vill þó ekki fara eða vera, er leikin af Sögu Garðarsdóttur sem enn er í leiklistarnámi við LHÍ. Saga hefur sterka útgeislun og sýndi fantagóða takta í fremur erfiðu hlutverki, einkum þegar hún var að reyna að útiloka vitleysuna í foreldrum sínum. Pabbann leikur Magnús Guðmundsson. Á tíma virtist hann vera orðinn svolítið leiður á að vera þessi pabbi en þegar á leið rjátlaðist sá leiði af honum. Kannski var föðurhlutverkið óskýrast af hendi höfundar? Pitsusendilinn lék Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann er enn í skólanum og það verður mjög gaman að fylgjast með honum; hann er með húmoristíska áru sem hann er strax farinn að spila snilldarlega á. Leikstjórinn virðist halda mjög vel utan um sitt fólk. Elísabet Kristín Jökulsdóttir les okkur leikstjórnarhlutann eða leiðbeiningar af bandi og eins lýkur hún verkinu með sömu aðferð, eins og um síðustu blaðsíðu bókar sé að ræða. Það rammaði ágætlega inn verkið. Þó svo að leikararnir hafi verið hverjum öðrum betri og virkilega gaman að sjá þetta efnilega fólk fara vel með texta, vaknar þó spurningin hvort textinn hafi verið nógu efnilegur. Og þó, kynórarar og innilokuð börn hjá misskildum foreldrum er kannski ágætis tilbreyting í hruna-hrynjandanum. Smart sýning en framvinduna vantaði sem gerði að þetta varð fremur eins og sífelld endurtekning af sömu mynd. Niðurstaða: Smart sýning og vel leikin en heldur endurtekningarsöm.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira