Button slapp undan vopnuðum ræningjum 7. nóvember 2010 10:26 Jenson Button er ellefti á ráslínu fyrir mótið í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá.
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira