Mót nærri miðborg New York í skoðun 4. maí 2010 11:48 Lewis Hamilton fagnaði sigri í síðasta mótinu sem haldið var í Bandaríkjunum. Það var á Indianapolis brautinni árið 2007. Yfrmaður ferðamála í Jersey City, sem er í 15 mínúta fjarlægð frá miðborg New York hefur lagt fram hugmyndir um Formúlu 1 mót á sínu heimasvæði árið 2012. Mótssvæðið yrði þannig upp sett að miðborg New Yrok yrði í baksýn. Vefsetrið Autosport greinir frá þessu í dag. Jafnvel er verið að skoða að hafa mótið flóðlýst ef af verður, eins og í Singapúr. Umræða af þessu tagi hefur áður borið á góma, en búið er að leggja fyrstu drög að braut sem yrði 3.4 mílna löng. Bernie Ecclestone hefur mikinn áhuga á að halda Formúlu 1, með miðborg New York í nánd sem sterkasta svæðið til kynningar á íþróttinni sem hefur átt heldur erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum og ekkert mót verið haldið þar síðustu misseri. Svæðið sem um ræðir er við Liberty State Park í Jersey og vilja þeir sem hafa áhuga á mótshaldinu að mótið beri nafið Jersey City að hluta til kynningar á svæðinu. Það eru þó ekki allir heimamenn hrifnir af því að mót verði haldið á svæðinu og einhverjir aðilar hafa mótmælt hugmyndinni bréflega til borgarstjóra. Borgarstjórinn í Jersey, segir að málið sé á frumstigi og ekkert sé víst að Formúla 1 sé þessu borgarsvæði fyrir bestu. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Yfrmaður ferðamála í Jersey City, sem er í 15 mínúta fjarlægð frá miðborg New York hefur lagt fram hugmyndir um Formúlu 1 mót á sínu heimasvæði árið 2012. Mótssvæðið yrði þannig upp sett að miðborg New Yrok yrði í baksýn. Vefsetrið Autosport greinir frá þessu í dag. Jafnvel er verið að skoða að hafa mótið flóðlýst ef af verður, eins og í Singapúr. Umræða af þessu tagi hefur áður borið á góma, en búið er að leggja fyrstu drög að braut sem yrði 3.4 mílna löng. Bernie Ecclestone hefur mikinn áhuga á að halda Formúlu 1, með miðborg New York í nánd sem sterkasta svæðið til kynningar á íþróttinni sem hefur átt heldur erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum og ekkert mót verið haldið þar síðustu misseri. Svæðið sem um ræðir er við Liberty State Park í Jersey og vilja þeir sem hafa áhuga á mótshaldinu að mótið beri nafið Jersey City að hluta til kynningar á svæðinu. Það eru þó ekki allir heimamenn hrifnir af því að mót verði haldið á svæðinu og einhverjir aðilar hafa mótmælt hugmyndinni bréflega til borgarstjóra. Borgarstjórinn í Jersey, segir að málið sé á frumstigi og ekkert sé víst að Formúla 1 sé þessu borgarsvæði fyrir bestu.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira