Hvert er erindið Jónína Michaelsdóttir skrifar 7. desember 2010 06:00 Ég man ekki hvort ég las eða heyrði einhverntíma stutta sögu sem ég hef síðan haldið upp á. Hún er um þjóðflokk sem bjó í hrjóstrugu þorpi við árbakka. Hinum megin árinnar var grösugt og gjöfult en í ánni voru kvikindi sem engu eirðu, svo að enginn reyndi að komast yfir, þó að velsældin þar hafi blasað við. Þannig leið og beið í eymdinni þar til maður birtist sem ákvað að synda yfir og festa taug milli árbakkanna svo að allir kæmust klakklaust yfir. Á leiðinni réðust kvikindin á hann, en hann komst alla leið, tókst að festa kaðalinn, en hné svo niður örendur. Fólkið í þorpinu var harmi lostið yfir afdrifum mannsins sem fórnaði lífi sínu fyrir það. Enginn nýtti sér taugina til að fara yfir ána. Næstu kynslóðir sögðu afkomendum sínum fráhetjunni sem vildi frelsa þau. Kostir hans voru tíundaðir, mikilvægi hans fyrir mankynið allt, ritaðar bækur um hann og reistir minnisvarðar og musteri. En kaðallinn er enn á sínum stað. Óhreyfður.AÐ VERA FRJÁLS Vísast er þessi saga orðuð á annan þátt og betri, en svona man ég hana. Þetta er inntakið, og hún kemur jafnan upp í hugann þegar dregur að jólum. Fæðingarhátíðar frelsarans. Ég er hreint ekki viss um að hann myndi kannast við sig í hinum ýmsu útgáfum af því sem hann á að hafa sagt og gert.Að ekkisé talað um tilburði þeirra sem segjast tala í hans nafni. Og frá hverju frelsar hann okkur, þegar -öllum umbúðum og orðskrúði er sleppt? Hvert er erindi hans við okkur? Er líklegt að maður sem segir: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum", sé með syndasvipu til hægri og vinstri, svipu sem hefur verið nýtt óspart gegnum aldirnar, sem tæki til að stjórna og stýra öðru fólki, og halda því niðri. Gjarnan að geðþótta þröngsýnna og fordómafullra einstaklinga, sem komu sæer fyrir innan kirkjunnar vegna valdsins. Er það líklegt að maður sem segir: Keisarans það sem keisarans er og guði það sem guðs er" hafi verið vandlætari? Og hvað á hann við þegar hann segir að sannleikurinn geri mann frjálsan? Það skilur hver á sinn hátt. Hann kom með fyrirgefninguna, og hún gerir mann sannarlega frjálsan, og kærleikann, sem öllur breytir. Ég held að erindi hans hafi verið að frelsa okkur frá okkur sjálfum, eins og ég hef áður skrifað í pistli hér. Frelsa okkur frá öfundinni, reiðinni,óheilindunum, lyginni, afbrýðiseminni. Öllu þessu sem fjötrar okkur. Við erum ekki frjálsar manneskjur meðan við látum stjórnast af þessum hvötum. Sannleikurinn sem gerir okkur frjáls er okkar val.SPENNANDI GJAFIR Þó að tilefni jólanna sé fæðing frelsarans, snýst aðdrandi hennar mest u að lýsa upp skammdegið með hvers kyns viðburðum, uppákomum og fjölskyldugleði. Svo eru það jólagjafirnar.Mikil heilabrot eru víða varðandi val á gjöf sem gleður viðtakandann og alltaf heilmikil stemning í kringum það. En það eru til alls konar gjafir. Ung og klár kona sem ég þekki segist vera orðin svolítið leið á þessu pakkaflóði, þar sem ein gjöfin er rífin upp af annarri og varla staldrað við neitt. "Afhverju gefum við ekki tíma og samveru núna, þegar allir eru á þönum og samvistir fjölskyldu og vina eru rýrari en vilji stendur til?" spurði hún, og bætti svo við" Til dæmis kort með loforði um heilan laugardag sem barn eða unglingur má ráðstafa, eða kort með tillögu um þriggja tíma samveru sem notuð væri í sund, gönguferð og ís á eftir. Ef hugmyndaflugið er virkjað, má áreiðanlega finna upp ógleymanlegar samverugjafir. Nú og svo geta stálpuð börn og unglingar gefið foreldrum sínum tiltekt á heimilinu í tíu daga! Það væri ekki ónýt gjöf. Ég tek undir með þessari ungu konu. Notum hugmyndaflugið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Ég man ekki hvort ég las eða heyrði einhverntíma stutta sögu sem ég hef síðan haldið upp á. Hún er um þjóðflokk sem bjó í hrjóstrugu þorpi við árbakka. Hinum megin árinnar var grösugt og gjöfult en í ánni voru kvikindi sem engu eirðu, svo að enginn reyndi að komast yfir, þó að velsældin þar hafi blasað við. Þannig leið og beið í eymdinni þar til maður birtist sem ákvað að synda yfir og festa taug milli árbakkanna svo að allir kæmust klakklaust yfir. Á leiðinni réðust kvikindin á hann, en hann komst alla leið, tókst að festa kaðalinn, en hné svo niður örendur. Fólkið í þorpinu var harmi lostið yfir afdrifum mannsins sem fórnaði lífi sínu fyrir það. Enginn nýtti sér taugina til að fara yfir ána. Næstu kynslóðir sögðu afkomendum sínum fráhetjunni sem vildi frelsa þau. Kostir hans voru tíundaðir, mikilvægi hans fyrir mankynið allt, ritaðar bækur um hann og reistir minnisvarðar og musteri. En kaðallinn er enn á sínum stað. Óhreyfður.AÐ VERA FRJÁLS Vísast er þessi saga orðuð á annan þátt og betri, en svona man ég hana. Þetta er inntakið, og hún kemur jafnan upp í hugann þegar dregur að jólum. Fæðingarhátíðar frelsarans. Ég er hreint ekki viss um að hann myndi kannast við sig í hinum ýmsu útgáfum af því sem hann á að hafa sagt og gert.Að ekkisé talað um tilburði þeirra sem segjast tala í hans nafni. Og frá hverju frelsar hann okkur, þegar -öllum umbúðum og orðskrúði er sleppt? Hvert er erindi hans við okkur? Er líklegt að maður sem segir: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum", sé með syndasvipu til hægri og vinstri, svipu sem hefur verið nýtt óspart gegnum aldirnar, sem tæki til að stjórna og stýra öðru fólki, og halda því niðri. Gjarnan að geðþótta þröngsýnna og fordómafullra einstaklinga, sem komu sæer fyrir innan kirkjunnar vegna valdsins. Er það líklegt að maður sem segir: Keisarans það sem keisarans er og guði það sem guðs er" hafi verið vandlætari? Og hvað á hann við þegar hann segir að sannleikurinn geri mann frjálsan? Það skilur hver á sinn hátt. Hann kom með fyrirgefninguna, og hún gerir mann sannarlega frjálsan, og kærleikann, sem öllur breytir. Ég held að erindi hans hafi verið að frelsa okkur frá okkur sjálfum, eins og ég hef áður skrifað í pistli hér. Frelsa okkur frá öfundinni, reiðinni,óheilindunum, lyginni, afbrýðiseminni. Öllu þessu sem fjötrar okkur. Við erum ekki frjálsar manneskjur meðan við látum stjórnast af þessum hvötum. Sannleikurinn sem gerir okkur frjáls er okkar val.SPENNANDI GJAFIR Þó að tilefni jólanna sé fæðing frelsarans, snýst aðdrandi hennar mest u að lýsa upp skammdegið með hvers kyns viðburðum, uppákomum og fjölskyldugleði. Svo eru það jólagjafirnar.Mikil heilabrot eru víða varðandi val á gjöf sem gleður viðtakandann og alltaf heilmikil stemning í kringum það. En það eru til alls konar gjafir. Ung og klár kona sem ég þekki segist vera orðin svolítið leið á þessu pakkaflóði, þar sem ein gjöfin er rífin upp af annarri og varla staldrað við neitt. "Afhverju gefum við ekki tíma og samveru núna, þegar allir eru á þönum og samvistir fjölskyldu og vina eru rýrari en vilji stendur til?" spurði hún, og bætti svo við" Til dæmis kort með loforði um heilan laugardag sem barn eða unglingur má ráðstafa, eða kort með tillögu um þriggja tíma samveru sem notuð væri í sund, gönguferð og ís á eftir. Ef hugmyndaflugið er virkjað, má áreiðanlega finna upp ógleymanlegar samverugjafir. Nú og svo geta stálpuð börn og unglingar gefið foreldrum sínum tiltekt á heimilinu í tíu daga! Það væri ekki ónýt gjöf. Ég tek undir með þessari ungu konu. Notum hugmyndaflugið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun