Kubica hjá Renault til loka 2012 7. júlí 2010 12:10 Robert Kubica er 25 ára gamall og frá Póllandi. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira