Framþróun í þjónustu við börn 19. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar