Flott frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 16:00 Undraland með Valdimar. Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira