Flott frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 16:00 Undraland með Valdimar. Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira