Vettel: Stoltur af sigrinum 10. október 2010 12:17 Mark Webber og Sebastian Vettel unni tvöfaldan sigur með Red Bull í Japan í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang." Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang."
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira