Barrichello setur markið hærra 8. júlí 2010 14:24 Rubens Barrichello ekur hjá Williams, en var í meistaraliði Brawn í fyrra. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina. Williams er staðsett í Bretlandi eins og sjö önnur keppnislið og heimavöllurinn því kærkominn, en liðið mætir með endurbættann bíl á brautina eftir betri frammistöðu í síðustu keppni, en oft áður á þessu ári. Barrichello varð fjórði í keppninni í Valencia. Í fyrra vann hann það mót með Brawn, en flutti sig yfir til Williams í ár. "Þetta var gott fyrir liðsandann, en við þurfum að skila okkur ofar", sagði Barrichelli í frétt frá Silverstone brautinni á autosport.com um góðan árangur Williams í Valencia. "Bíllinn breyttist fyrir mótið í Montreal, en okkur gekk ekki sérlega vel, en það gekk betur í Valencia. Hann ætti að verða enn betri hérna. Það er erfitt að meta hvort bíllinn verður 0.4-0.5 sekúndum sneggri en áður. Bíllinn er allt í lagi á háhraðabrautum, en ekki frábær. Það gæti batnað núna." "Það er markmið okkar að ná einu af tíu efstu sætunum í tímatökun út tímabilið og ná í eitt af sex efstu sætunum í mótunum sjálfum. Það er markmiðið til loka ársins", sagði Barrichello. Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina. Williams er staðsett í Bretlandi eins og sjö önnur keppnislið og heimavöllurinn því kærkominn, en liðið mætir með endurbættann bíl á brautina eftir betri frammistöðu í síðustu keppni, en oft áður á þessu ári. Barrichello varð fjórði í keppninni í Valencia. Í fyrra vann hann það mót með Brawn, en flutti sig yfir til Williams í ár. "Þetta var gott fyrir liðsandann, en við þurfum að skila okkur ofar", sagði Barrichelli í frétt frá Silverstone brautinni á autosport.com um góðan árangur Williams í Valencia. "Bíllinn breyttist fyrir mótið í Montreal, en okkur gekk ekki sérlega vel, en það gekk betur í Valencia. Hann ætti að verða enn betri hérna. Það er erfitt að meta hvort bíllinn verður 0.4-0.5 sekúndum sneggri en áður. Bíllinn er allt í lagi á háhraðabrautum, en ekki frábær. Það gæti batnað núna." "Það er markmið okkar að ná einu af tíu efstu sætunum í tímatökun út tímabilið og ná í eitt af sex efstu sætunum í mótunum sjálfum. Það er markmiðið til loka ársins", sagði Barrichello.
Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira