Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru báðir í byrjunarliði GAIS og léku allan leikinn er GAIS vann góðan útisigur á Helsingborg, 0-1.
Það var Romario Sipiao sem skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.
Virkilega stekur sigur hjá Íslendingaliðinu enda er Helsingborg í öðru sæti deildarinnar en GAIS í þvi ellefta. GAIS var við botninn en er á siglingu þessa dagana.
Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson eru einnig á mála hjá félaginu en þeir eru nýkomnir þangað aftur eftir að hafa leikið með KR í sumar.