Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum 18. október 2010 15:29 Nico Rosberg og Michael Schumacher börðust af kappi innbyrðis í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira