Pavel Ermolinskij átti mjög góðan leik með KR í DHL-höllinni í gærkvöldi þegar liðið vann 23 stiga sigur á Njarðvík, 92-69. Pavel skoraði 35 stig, tók 13 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.
Pavel hitti úr 10 af 16 skotum sínum utan af velli og setti niður 12 af 13 vítum sínum
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og myndaði viðureign þessa erkifjendna sem eru nú á sitthvorum staðnum í töflunni. KR-ingar fóru upp í 3. sætið með þessum sigri en Njarðvíkingar eru í 10. sætinu.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.