Það er engin Verslunarmannahelgi í Danmörku og tveir leikir voru í úrvalsdeildinni þar í landi í dag.
FC Kaupmannahöfn og Álaborg gerðu 1-1 jafntefli en Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn fyrrnefnda liðsins.
Ólafur Ingi Skúlason skoraði annað mark SönderjyskE sem vann 3-0 sigur á Esbjerg. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Arnór Smárason kom inn á hjá Esbjerg snemma í seinni hálfleik.