Erpur lætur vaða Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2010 15:00 Kópacabana. Tónlist / **** Kópacabana Blaz Roca Kópacabana er fyrsta sólóplata Erps Eyvindarsonar og jafnframt fyrsta platan frá honum síðan samstarfsplata Blaz Roca og U-Fresh, Hæsta hendin, kom út í árslok 2004. Stjarna Erps reis hæst í upphafi nýrrar aldar þegar XXX Rottweilerhundar hertóku íslenskt tónlistarlíf og Johnny National var það ferskasta í sjónvarpinu. Síðan hægðist um og á tímabili hélt maður að hann væri búinn að stimpla sig út. En Erpur hefur verið að koma sterkur inn aftur að undanförnu. Bankahrunið var honum innblástur eins og heyrist í lögunum Landráð, Reykjavík-Belfast og Stórasta land í heimi sem öll eru á nýju plötunni. Blaz átti líka glæsilega innkomu í laginu Viltu dick? á plötunni með Sykri í fyrra. Það er líka á Kópacabana. Og nú er hann kominn með heila plötu. Og enga smá plötu, 21 lag, 75 mínútur. Blaz Roca er ekki einn á ferð á Kópacabana. Tvö laganna eru gerð með XXX Rottweiler, en Dabbi T, Dóri DNA, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Sesar A og Raggi Bjarna eru á meðal gestaradda, að ógleymdum Ísfirðingunum Ísaksen og Kidda. Taktarnir eru flestir annaðhvort eftir Lúlla eða tvíeykið Redd Lights (Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson) sem er að gera það gott þessa dagana bæði hér og á plötunni hans Friðriks Dórs. Lögin á Kópacabana eru ekki öll tóm snilld, en mörg þeirra eru frábær og það er greinilegt að Erpur hefur náð fyrri snerpu í textunum. Hann lætur allt vaða og húmor, eitraðir orðaleikir og töffaraskapur bera plötuna uppi. Lögin Það er enginn að hlusta, Blaz Roca er don, Landráð, Reykjavík-Belfast, 112, Hleraðu þetta, Viltu dick? og titillagið Kópacabana eru öll fyrsta flokks. Það síðastnefnda fjallar að sjálfsögðu um Kópavoginn. Skemmtilegur texti sem er glæsilega myndskreyttur með ljósmyndum Jóa Kjartans í plötubæklingnum. Á heildina litið frábær plata frá Erpi þó hún hefðir orðið enn sterkari ef hann hefði sleppt 3-4 slökustu lögunum. Niðurstaða: Erpur Eyvindarson sýnir að hann kann enn að taka stórt upp í sig. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist / **** Kópacabana Blaz Roca Kópacabana er fyrsta sólóplata Erps Eyvindarsonar og jafnframt fyrsta platan frá honum síðan samstarfsplata Blaz Roca og U-Fresh, Hæsta hendin, kom út í árslok 2004. Stjarna Erps reis hæst í upphafi nýrrar aldar þegar XXX Rottweilerhundar hertóku íslenskt tónlistarlíf og Johnny National var það ferskasta í sjónvarpinu. Síðan hægðist um og á tímabili hélt maður að hann væri búinn að stimpla sig út. En Erpur hefur verið að koma sterkur inn aftur að undanförnu. Bankahrunið var honum innblástur eins og heyrist í lögunum Landráð, Reykjavík-Belfast og Stórasta land í heimi sem öll eru á nýju plötunni. Blaz átti líka glæsilega innkomu í laginu Viltu dick? á plötunni með Sykri í fyrra. Það er líka á Kópacabana. Og nú er hann kominn með heila plötu. Og enga smá plötu, 21 lag, 75 mínútur. Blaz Roca er ekki einn á ferð á Kópacabana. Tvö laganna eru gerð með XXX Rottweiler, en Dabbi T, Dóri DNA, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Sesar A og Raggi Bjarna eru á meðal gestaradda, að ógleymdum Ísfirðingunum Ísaksen og Kidda. Taktarnir eru flestir annaðhvort eftir Lúlla eða tvíeykið Redd Lights (Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson) sem er að gera það gott þessa dagana bæði hér og á plötunni hans Friðriks Dórs. Lögin á Kópacabana eru ekki öll tóm snilld, en mörg þeirra eru frábær og það er greinilegt að Erpur hefur náð fyrri snerpu í textunum. Hann lætur allt vaða og húmor, eitraðir orðaleikir og töffaraskapur bera plötuna uppi. Lögin Það er enginn að hlusta, Blaz Roca er don, Landráð, Reykjavík-Belfast, 112, Hleraðu þetta, Viltu dick? og titillagið Kópacabana eru öll fyrsta flokks. Það síðastnefnda fjallar að sjálfsögðu um Kópavoginn. Skemmtilegur texti sem er glæsilega myndskreyttur með ljósmyndum Jóa Kjartans í plötubæklingnum. Á heildina litið frábær plata frá Erpi þó hún hefðir orðið enn sterkari ef hann hefði sleppt 3-4 slökustu lögunum. Niðurstaða: Erpur Eyvindarson sýnir að hann kann enn að taka stórt upp í sig.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira