Alonso mætir óttalaus í lokaslaginn 4. október 2010 13:24 Fernando Alonso fagnar sigri í Singapúr, en hann hefur unnið tvö síðustu mót ársins. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira