Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. febrúar 2010 21:12 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira