Serena og Zvonareva mætast í úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2010 09:00 Serena Williams á möguleika á að vinna sinn fjórða meistaratitil á Wimbledon. Nordic Photos / Getty Images Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður. Erlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður.
Erlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira