Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu 13. nóvember 2010 21:24 mynd: Getty Images Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira