Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku Þórólfur Matthíasson skrifar 21. maí 2010 10:31 Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun