Við kíktum á útgáfutónleika Haffa Haff sem fram fóru á Nasa í gær þar sem gríðarlega góð stemning var á meðal unga fólksins.
Um var að ræða tónleikaröð Haffa sem hófst með fjölskylduskemmtun klukkan 17:00 þar sem frítt var inn fyrir börn yngri en 13 ára og foreldra þeirra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af ánægðum tónleikagestum.
Þá má einnig sjá video þegar Haffi gaf sér góðan tíma með krökkunum og veitti þeim eiginhandaráritanir eftir tónleika.
Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt.