Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1 28. júní 2010 13:42 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga." Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga."
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira