Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar