Orkuframleiðsla og umhverfisvernd 5. júlí 2010 06:00 Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun