Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn 26. apríl 2010 11:08 Robert Kubica hefur verið útsjónarsamur í mótum ársins. mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira