Óttast flótta lækna til einkasjúkrahúss 21. október 2010 06:00 heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira