Rannsóknarskýrslan bókmenntaverk SB skrifar 15. apríl 2010 11:44 Andri Snær Magnason rithöfundur. Ætlar að kaupa sér eintak af rannsóknarskýrslu Alþingis. „Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur um rannsóknarskýrslu Alþingis. Andri segir skýrsluna vel skrifaða og yfirgripsmikla og færi umræðuna á nýtt plan. „Umræðan sem kemur fram í skýrslunni er ólík því sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu árin, það næst fjarlægt og yfirsýn sem ég hreinlega hélt að ekki væri lengur til staðar." Andri segir það einnig merkilegt að það sé enginn sem hefur náð að höggva í skýrsluna, hún nær nánast „guðlegu sjónarhorni.“ Hún horfir yfir sviðið, ekki innan úr sturlungaklíkunum. „Það magnaða er að þetta er ekki dómur, í dómum ertu annaðhvort sekur eða saklaus og þar féll til dæmis umræðan um Baugsmálið. Vegna þess að skýrslan er ekki dómur verður hún að breiðari grunni til að standa á. Það er líka áhugavert að hún leyfir sér það líka að vera manneskjuleg og heimspekileg og stundum nánast absúrd og fyndin í vali á ummælum.“ Andri heldur áfram og segir að á tímum algerrar afstæðishyggju, þá mótar þarna fyrir einhverjum grunni eða viðmiðum sem samfélag ætti að byggjast en frjálshyggjan hafi átt mikinn þátt í að rífa niður. „Við sáum jafnvel í bókum að fólk var hvatt til að umbera lúxus „cosmopolitana", Við áttum að þola allt og þróa með okkur umburðarlyndi gagnvart hlutum sem misbuðu siðferðisvitund okkar, við mættum ekki fæla þá og fjármagnið þeirra burt með öfund. Þessi skýrsla snýr þessu við. Hún setur fram ákveðið gildismat, sem er auðvitað vandasamt, og metur hlutina út frá því. Og það sem er aðdáunarvert, til dæmis í siðferðiskaflanum, að þeim tekst að gera þetta á nokkuð „kaldan" og yfirvegaðan hátt. Hún nær líka að greina vandann og velta fyrir sér ábyrgð háskóla, listamanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla - og þannig held ég að hún muni hafa langtíma og vonandi varanleg áhrif. Andri segir að andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið þannig að allt væri hægt meðan það væri innan ramma laganna. „Skýrslan leyfir sér að láta eins og það sé til eitthvað sem heitir almennt gildismat. Það gildismat hafði frjálshyggjan gert útlægt með því að búa til sinn eigin siðferðilega grunn til að réttlæta að ofurmenni ættu skilið mánaðarlaun sem jafnast á við rekstarkostnað á heilum leikskóla.“ Andri Snær sló í gegn fyrir bók sína Draumalandið þar sem hann brá upp nýrri og óvæntri mynd af þeirri umhverfispólitík sem ríkt hafði á landinu. Almenningur tók bókinni fagnandi og hafði hún áhrif á pólitík jafnt sem almenna umræðu á landinu. Andri Snær hlaut bókmenntaverðlaun Íslands fyrir bókina sem var byggð á ítarlegum rannsóknum höfundarins. Spurður hvort Rannsóknarskýrsla Alþingis geti einnig talist bókmenntaverk segir Andri: „Já, ég held hún sé klárlega bókmenntaverk. Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna. Hún er líka fræðandi, skrifuð fyrir almenning og ber merki þess. Andri segir að honum hafi fyrirfram þótt alveg fáránlegt að skýrslan væri prentuð, það væri skrýtin peningaeyðsla og nóg að hafa hana á netinu, „en um leið og ég byrjaði að lesa hana þá ákvað ég að kaupa mér eintak.“ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur um rannsóknarskýrslu Alþingis. Andri segir skýrsluna vel skrifaða og yfirgripsmikla og færi umræðuna á nýtt plan. „Umræðan sem kemur fram í skýrslunni er ólík því sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu árin, það næst fjarlægt og yfirsýn sem ég hreinlega hélt að ekki væri lengur til staðar." Andri segir það einnig merkilegt að það sé enginn sem hefur náð að höggva í skýrsluna, hún nær nánast „guðlegu sjónarhorni.“ Hún horfir yfir sviðið, ekki innan úr sturlungaklíkunum. „Það magnaða er að þetta er ekki dómur, í dómum ertu annaðhvort sekur eða saklaus og þar féll til dæmis umræðan um Baugsmálið. Vegna þess að skýrslan er ekki dómur verður hún að breiðari grunni til að standa á. Það er líka áhugavert að hún leyfir sér það líka að vera manneskjuleg og heimspekileg og stundum nánast absúrd og fyndin í vali á ummælum.“ Andri heldur áfram og segir að á tímum algerrar afstæðishyggju, þá mótar þarna fyrir einhverjum grunni eða viðmiðum sem samfélag ætti að byggjast en frjálshyggjan hafi átt mikinn þátt í að rífa niður. „Við sáum jafnvel í bókum að fólk var hvatt til að umbera lúxus „cosmopolitana", Við áttum að þola allt og þróa með okkur umburðarlyndi gagnvart hlutum sem misbuðu siðferðisvitund okkar, við mættum ekki fæla þá og fjármagnið þeirra burt með öfund. Þessi skýrsla snýr þessu við. Hún setur fram ákveðið gildismat, sem er auðvitað vandasamt, og metur hlutina út frá því. Og það sem er aðdáunarvert, til dæmis í siðferðiskaflanum, að þeim tekst að gera þetta á nokkuð „kaldan" og yfirvegaðan hátt. Hún nær líka að greina vandann og velta fyrir sér ábyrgð háskóla, listamanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla - og þannig held ég að hún muni hafa langtíma og vonandi varanleg áhrif. Andri segir að andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið þannig að allt væri hægt meðan það væri innan ramma laganna. „Skýrslan leyfir sér að láta eins og það sé til eitthvað sem heitir almennt gildismat. Það gildismat hafði frjálshyggjan gert útlægt með því að búa til sinn eigin siðferðilega grunn til að réttlæta að ofurmenni ættu skilið mánaðarlaun sem jafnast á við rekstarkostnað á heilum leikskóla.“ Andri Snær sló í gegn fyrir bók sína Draumalandið þar sem hann brá upp nýrri og óvæntri mynd af þeirri umhverfispólitík sem ríkt hafði á landinu. Almenningur tók bókinni fagnandi og hafði hún áhrif á pólitík jafnt sem almenna umræðu á landinu. Andri Snær hlaut bókmenntaverðlaun Íslands fyrir bókina sem var byggð á ítarlegum rannsóknum höfundarins. Spurður hvort Rannsóknarskýrsla Alþingis geti einnig talist bókmenntaverk segir Andri: „Já, ég held hún sé klárlega bókmenntaverk. Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna. Hún er líka fræðandi, skrifuð fyrir almenning og ber merki þess. Andri segir að honum hafi fyrirfram þótt alveg fáránlegt að skýrslan væri prentuð, það væri skrýtin peningaeyðsla og nóg að hafa hana á netinu, „en um leið og ég byrjaði að lesa hana þá ákvað ég að kaupa mér eintak.“
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira