Eru ekki allir að djóka? Anna Margrét Björnsson skrifar 26. janúar 2010 06:00 Í síðustu viku var merkileg frétt á vefnum um að nýtt tákn hefði verið fundið upp til að tákna kaldhæðni í tölvusamskiptum. Merkið „Sarc Mark" er eins konar útgáfa af satanísku @ merki og var búið til af Bandaríkjamönnum sem eiga greinilega erfitt með hugtakið. Fyrirtækið plöggar kaldhæðnistáknið með því að kaldhæðni skiljist ekki á prenti, í msn-samskiptum eða í tölvupósti og geti auðveldlega misskilist af viðtakandanum og bakað manni ómæld vandræði. Þetta er örugglega álíka og svipurinn sem ég fæ svo oft í samræðum við fólk eða fjölmörg spurningarmerki yfir mínum súrrealísku Facebook statusum. Enn kaldhæðnislegt eitthvað. Hvað verður um kaldhæðnina ef sérstakt tákn er notað í hvert skipti sem hún er notuð? Er hún þá yfirleitt eitthvað sniðug eða fyndin? En við lifum kannski einmitt í svo Bandaríkjavæddu þjóðfélagi að kaldhæðni er illa séð og sjaldan skilin. Ég ætti kannski að prenta merkið út og hafa það með mér í partýum. Svo ef mér yrði á að láta eitthvað kaldhæðnislegt út úr mér þá rétti ég bara út handlegginn…Kaldhæðni! Á laugardaginn svelgdist mér á kaffinu mínu þegar ég fór að lesa myndlistarumfjöllun í Lesbókinni. Við mér blasti svo löng og svo flókin setning að hún var meistaraverk í sjálfu sér og höfundi hafði tekist að koma inn slatta af gríðarlega háfleygum orðum í einni langri runu ásamt því að nota hugtakið kaldhæðnislegur póst-módernismi í öðru hverju orði. (Ég sem hélt að pómó hefði dottið úr tísku fyrir tuttugu árum). Las setninguna yfir fimm sinnum þar til ég fattaði! Ég var ekkert endilega svona mikill fílístíni! Skríbentinn hafði bara gleymt að setja nýja „Sarc Mark" táknið á eftir greininni. Um kvöldið mundi ég eftir því að það væri eins gott að dæsa ekkert yfir Lesbókinni né annarri háfleygri menningarstarfsemi. Í kjölfar frétta af niðurskurði hjá sjónvarpi allra landsmanna var enn skrýtnara að horfa á skjáinn um kvöldið. Íslenskt efni verði ekki lengur keypt inn en Rúv er samt tilbúið að pródúsera lög eftir tannlækna til að senda í keppni yfir „verstu rusllög Evrópu" eins og lítill sonur minn kallaði þetta. (Evróvisjón er víst nefnilega svo hresst og skemmtilegt og sameinar alltaf þjóðina í litríkri geðveiki í maí). Ég sting upp á því að RÚV skeyti „Sarc mark" undir gamla og skrýtna lógóið sitt, nú eða skipti því bara alfarið út þarna í hægra efra horninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Í síðustu viku var merkileg frétt á vefnum um að nýtt tákn hefði verið fundið upp til að tákna kaldhæðni í tölvusamskiptum. Merkið „Sarc Mark" er eins konar útgáfa af satanísku @ merki og var búið til af Bandaríkjamönnum sem eiga greinilega erfitt með hugtakið. Fyrirtækið plöggar kaldhæðnistáknið með því að kaldhæðni skiljist ekki á prenti, í msn-samskiptum eða í tölvupósti og geti auðveldlega misskilist af viðtakandanum og bakað manni ómæld vandræði. Þetta er örugglega álíka og svipurinn sem ég fæ svo oft í samræðum við fólk eða fjölmörg spurningarmerki yfir mínum súrrealísku Facebook statusum. Enn kaldhæðnislegt eitthvað. Hvað verður um kaldhæðnina ef sérstakt tákn er notað í hvert skipti sem hún er notuð? Er hún þá yfirleitt eitthvað sniðug eða fyndin? En við lifum kannski einmitt í svo Bandaríkjavæddu þjóðfélagi að kaldhæðni er illa séð og sjaldan skilin. Ég ætti kannski að prenta merkið út og hafa það með mér í partýum. Svo ef mér yrði á að láta eitthvað kaldhæðnislegt út úr mér þá rétti ég bara út handlegginn…Kaldhæðni! Á laugardaginn svelgdist mér á kaffinu mínu þegar ég fór að lesa myndlistarumfjöllun í Lesbókinni. Við mér blasti svo löng og svo flókin setning að hún var meistaraverk í sjálfu sér og höfundi hafði tekist að koma inn slatta af gríðarlega háfleygum orðum í einni langri runu ásamt því að nota hugtakið kaldhæðnislegur póst-módernismi í öðru hverju orði. (Ég sem hélt að pómó hefði dottið úr tísku fyrir tuttugu árum). Las setninguna yfir fimm sinnum þar til ég fattaði! Ég var ekkert endilega svona mikill fílístíni! Skríbentinn hafði bara gleymt að setja nýja „Sarc Mark" táknið á eftir greininni. Um kvöldið mundi ég eftir því að það væri eins gott að dæsa ekkert yfir Lesbókinni né annarri háfleygri menningarstarfsemi. Í kjölfar frétta af niðurskurði hjá sjónvarpi allra landsmanna var enn skrýtnara að horfa á skjáinn um kvöldið. Íslenskt efni verði ekki lengur keypt inn en Rúv er samt tilbúið að pródúsera lög eftir tannlækna til að senda í keppni yfir „verstu rusllög Evrópu" eins og lítill sonur minn kallaði þetta. (Evróvisjón er víst nefnilega svo hresst og skemmtilegt og sameinar alltaf þjóðina í litríkri geðveiki í maí). Ég sting upp á því að RÚV skeyti „Sarc mark" undir gamla og skrýtna lógóið sitt, nú eða skipti því bara alfarið út þarna í hægra efra horninu.