Dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána hefur engin áhrif á eignasafn lífeyrissjóðanna, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
„Lífeyrissjóðir lána ekki neitt í erlendu og eru ekki með neinar erlendar tengingar, því er fljótsvarað að þetta hefur engin áhrif á útlánin," segir hann. Þetta hafi heldur engin áhrif á erlendar eignir, né gjaldmiðlaskiptasamninga sjóðanna. - kóþ