„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“ 21. september 2010 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv Landsdómur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv
Landsdómur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira