Spennandi þróunarvinna framundan hjá Heidfeld 18. ágúst 2010 11:49 Nick Heidfeld var varaökumaður Mercedes en mun starfa fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann á næstunni varðandi dekkjaþróun. Mynd: Getty Images Paul Hembrey hjá Pirelli segir að koma Nick Heidfeld til fyrirtækisins sé mikill fengur og reynsla hans eigi eftir að koma Pirelli til góða á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið formlegt samstarf við keppnisliðin um að útvega dekk í stað Bridgestone í mótum. "Starf þróunarökumannsins er lykilatriði og við vorum að leita eftir ökumanni með mikla reynslu, hraðann til að þróa dekkinn eins mikið og hægt er og karakterinn til að vera áreiðanlegur og með tæknilegt innsæi til að fóðra tæknimenn okkar á nákvæmum upplýsiingum", sagði Hembrey um ráðningu Heidfelds. Heidfeld hefur yfirgefið herbúðir Mercedes, en hann var þar varaökumaður fyrir Nico Rosberg og Michael Schumacher. "Nick uppfyllir allar kröfur og við erum ánægðir að hafa ráðið hann og þakklátir Mercedes fyrir að leysa hann undan samningi", sagði Pembrey. Heidfeld var að sama skapi ánægður með nýja starfið. "Með þá reynslu í fararteskinu sem ég hef byggt upp þá er ég sannfærður um að ég mun geta fær Pirelli mikilvægar upplýsingar varðandi þróun dekkjanna fyrir næsta ár", sagð Heidfeld. "Ég hef mikið af gefa, en hef lítið ekið í ár og því gott að komast í gírinn. Við eigum eftir að búa til línu af dekkjum sem mun gera Formúlu 1 enn meira spennandi en áður á næsta ári", sagði Heidfeld æfir með Pirelli í vikunni og verður notaður til þess keppnisbíll frá Toyota, sem er ekki lengur í Formúlu 1. Þannig helst fullkomið hlutleysi gagnvart öllum keppnisliðum sem keppa í Formúlu 1 og það er mikilvægt að mati Heidfelds. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Paul Hembrey hjá Pirelli segir að koma Nick Heidfeld til fyrirtækisins sé mikill fengur og reynsla hans eigi eftir að koma Pirelli til góða á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið formlegt samstarf við keppnisliðin um að útvega dekk í stað Bridgestone í mótum. "Starf þróunarökumannsins er lykilatriði og við vorum að leita eftir ökumanni með mikla reynslu, hraðann til að þróa dekkinn eins mikið og hægt er og karakterinn til að vera áreiðanlegur og með tæknilegt innsæi til að fóðra tæknimenn okkar á nákvæmum upplýsiingum", sagði Hembrey um ráðningu Heidfelds. Heidfeld hefur yfirgefið herbúðir Mercedes, en hann var þar varaökumaður fyrir Nico Rosberg og Michael Schumacher. "Nick uppfyllir allar kröfur og við erum ánægðir að hafa ráðið hann og þakklátir Mercedes fyrir að leysa hann undan samningi", sagði Pembrey. Heidfeld var að sama skapi ánægður með nýja starfið. "Með þá reynslu í fararteskinu sem ég hef byggt upp þá er ég sannfærður um að ég mun geta fær Pirelli mikilvægar upplýsingar varðandi þróun dekkjanna fyrir næsta ár", sagð Heidfeld. "Ég hef mikið af gefa, en hef lítið ekið í ár og því gott að komast í gírinn. Við eigum eftir að búa til línu af dekkjum sem mun gera Formúlu 1 enn meira spennandi en áður á næsta ári", sagði Heidfeld æfir með Pirelli í vikunni og verður notaður til þess keppnisbíll frá Toyota, sem er ekki lengur í Formúlu 1. Þannig helst fullkomið hlutleysi gagnvart öllum keppnisliðum sem keppa í Formúlu 1 og það er mikilvægt að mati Heidfelds.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira