Er örugglega betrun af vistinni? Óli Kr. Ármannsson skrifar 25. nóvember 2010 03:00 Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum. Ef sýnt hefur sig að menn hlíti ekki þeim lögum sem samfélagið hefur komið sér saman um og eru hættulegir umhverfi sínu þá veltir maður fyrir sér hvort fangelsisvist geri nokkuð gagn. Nær væri ef til vill að vista slíka menn á réttargeðdeild og láta þá ekki lausa fyrr en að lokinni endurhæfingu og að fenginni staðfestingu á því að þeir séu ekki lengur hættulegir samfélaginu. Einhverra mánaða fangelsisvist fyrir einhverjar árásir virðist í það minnsta ekki skila sínu. Í sumum tilvikum hefur verið hægt að fylgja þessum mönnum eftir um árabil og hafa við þá eftirfylgni óneitanlega vaknað spurningar um hvort um raunverulega betrunarvist hafi verið að ræða. Nokkur dæmi eru um menn sem ratað hafa bak við lás og slá og snúið aftur uppblásnir af fæðubótarefnum og kraftlyftingum í líkamsræktaraðstöðu viðkomandi stofnunar. Eitthvað hefur hlutum verið snúið á haus ef fangelsi landsins geta virkað eins og endurhæfingar- og æfingabúðir fyrir ofbeldismenn. Raunar greip Fangelsismálastofnun til aðgerða af þessum sökum í haust og hafa fæðubótarefni önnur en lýsi og vítamín verið bönnuð innan fangelsismúra síðan í októberbyrjun. Ef til vill spila inn í óheillaþróun fleiri þættir svo sem aukið álag á fangelsiskerfið síðustu ár. Ekki er ólíklegt að taka þurfi til gagngerrar endurskoðunar þau úrræði sem hér er beitt, þótt vissulega komi nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi til með að létta eitthvað undir. Fari hins vegar svo að sígi á ógæfuhliðina og þörfin fyrir fangelsi aukist enn þá gæti að minnsta kosti komið til umræðu sá kostur að bjóða út fangelsisþjónstu fyrir íslenska ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu. Og taka í kjölfarið hagfelldasta boðinu. Vera má að sparnaður væri af því kaupa þjónustu af fangelsum í Póllandi eða einhverju ríkjanna við Eystrasaltið fremur en að halda úti starfseminni hér. Væntanlega yrði þá skoðað í hverju tilviki fyrir sig, með hliðsjón af þyngd refsingar, eðli brots og fjölskylduhögum brotamannsins, hvort kæmi til afplánunar hér heima eða utan landsteinanna. Erlendir brotamenn gætu þá í það minnsta afplánað refsivist sína nær heimahögunum og ætti að rýmka um þá sem eftir sitja, hvort heldur það er til skemmri tíma eða í gæsluvarðhaldsvist. Svo mætti náttúrlega líka ákveða að senda alla út sem fengið hafa lengri dóm en tólf mánaða fangelsisvist. Með hliðsjón af fyrirferð glæpamanna og álagi á fangelsiskerfið er í það minnsta ekki úr vegi að ræða nýjar og nýstárlegar leiðir í fangelsismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum. Ef sýnt hefur sig að menn hlíti ekki þeim lögum sem samfélagið hefur komið sér saman um og eru hættulegir umhverfi sínu þá veltir maður fyrir sér hvort fangelsisvist geri nokkuð gagn. Nær væri ef til vill að vista slíka menn á réttargeðdeild og láta þá ekki lausa fyrr en að lokinni endurhæfingu og að fenginni staðfestingu á því að þeir séu ekki lengur hættulegir samfélaginu. Einhverra mánaða fangelsisvist fyrir einhverjar árásir virðist í það minnsta ekki skila sínu. Í sumum tilvikum hefur verið hægt að fylgja þessum mönnum eftir um árabil og hafa við þá eftirfylgni óneitanlega vaknað spurningar um hvort um raunverulega betrunarvist hafi verið að ræða. Nokkur dæmi eru um menn sem ratað hafa bak við lás og slá og snúið aftur uppblásnir af fæðubótarefnum og kraftlyftingum í líkamsræktaraðstöðu viðkomandi stofnunar. Eitthvað hefur hlutum verið snúið á haus ef fangelsi landsins geta virkað eins og endurhæfingar- og æfingabúðir fyrir ofbeldismenn. Raunar greip Fangelsismálastofnun til aðgerða af þessum sökum í haust og hafa fæðubótarefni önnur en lýsi og vítamín verið bönnuð innan fangelsismúra síðan í októberbyrjun. Ef til vill spila inn í óheillaþróun fleiri þættir svo sem aukið álag á fangelsiskerfið síðustu ár. Ekki er ólíklegt að taka þurfi til gagngerrar endurskoðunar þau úrræði sem hér er beitt, þótt vissulega komi nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi til með að létta eitthvað undir. Fari hins vegar svo að sígi á ógæfuhliðina og þörfin fyrir fangelsi aukist enn þá gæti að minnsta kosti komið til umræðu sá kostur að bjóða út fangelsisþjónstu fyrir íslenska ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu. Og taka í kjölfarið hagfelldasta boðinu. Vera má að sparnaður væri af því kaupa þjónustu af fangelsum í Póllandi eða einhverju ríkjanna við Eystrasaltið fremur en að halda úti starfseminni hér. Væntanlega yrði þá skoðað í hverju tilviki fyrir sig, með hliðsjón af þyngd refsingar, eðli brots og fjölskylduhögum brotamannsins, hvort kæmi til afplánunar hér heima eða utan landsteinanna. Erlendir brotamenn gætu þá í það minnsta afplánað refsivist sína nær heimahögunum og ætti að rýmka um þá sem eftir sitja, hvort heldur það er til skemmri tíma eða í gæsluvarðhaldsvist. Svo mætti náttúrlega líka ákveða að senda alla út sem fengið hafa lengri dóm en tólf mánaða fangelsisvist. Með hliðsjón af fyrirferð glæpamanna og álagi á fangelsiskerfið er í það minnsta ekki úr vegi að ræða nýjar og nýstárlegar leiðir í fangelsismálum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun