Samningur Hólmfríðar Magnúsdóttur við bandaríska atvinnumannafélagið Philadelphia Independence rennur út eftir nokkrar vikur. Hún hefur fullan hug á því að vera áfram hjá liðinu.
„Ég fékk dauðafæri í landsleiknum eftir hálfa mínútu en skaut í jörðina. Ég hefði örugglega skorað ef ég hefði ekki verið að spila vinstri bakvörð úti og lítið æft mig í að klára færin. Ég er samt ekkert að afsaka mig," sagði Hólmfríður og glotti.
„Ég veit ekki hvort að ég fái samninginn endurnýjaðan. Þeir þurfa að semja við mig aftur til að halda mér og ég vona að þeir vilji það. Það er erfitt að vera erlendur leikmaður úti þar sem aðeins fimm slíkir mega vera hjá félaginu."
"Það er því ekkert auðvelt að komast að, þarna eru svo margir sterkur leikmenn. Ég er samt sem áður búin að byrja alla leiki nema einn og hef verið að spila vel, þetta hefur verið upp á við, sér í lagi í síðustu sex leikjum," sagði Hólmfríður og bætti við að málið ætti að skýrast fljótlega.
Hólmfríður vonast eftir nýjum samningi í Bandaríkjunum
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn

Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
