Rio Tinto leggur 16 milljarða til viðbótar í Straumsvík 1. október 2010 09:08 Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu. Í tilkynningu segir að með þessu styrki Rio Tinto Alcan stöðu sína á markaði í Norður-Evrópu og eflir þjónustu sína við viðskiptavini á þessu mikilvæga markaðssvæði. Fjárfestingin endurspeglar þá stefnu fyrirtækisins að vera öflugur framleiðandi á hágæðavöru af þessari gerð. „Við erum sannfærð um að eftirspurn fyrir álbolta verði góð í Evrópu og það mun gera okkur kleift að festa okkur í sessi á þessum þýðingarmikla markaði. ISAL notar græna orku og losar lítið af gróðurhúsalofttegundum og getur því framleitt bolta á umhverfisvænni hátt en önnur álver. Aðkoma ISAL að framleiðslunni styrkir einnig stöðu okkar með hliðsjón af því að álverið hefur reynst afar áreiðanlegur framleiðandi á hágæðavörum," segir Gordon Hamilton, framkvæmdastjóri á sölu- og markaðssviði Rio Tinto Alcan. Önnur álver Rio Tinto Alcan í Frakklandi og á Bretlandi munu taka við hluta af barraframleiðslunni sem ISAL hefur sinnt fram til þessa. Gert er ráð fyrir að boltaframleiðsla hefjist í Straumsvík árið 2012 og að alfarið verði búið að skipta yfir í boltaframleiðslu fyrir árslok 2014. Þetta verkefni er til viðbótar við 347 milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í uppfærslu á búnaði og 20% framleiðsluaukningu álversins sem tilkynnt var um 23. september sl. í kjölfar þess að endanlega var gengið frá langtímasamningi við Landsvirkjun um orkukaup álversins. Samanlagt er því um að ræða framkvæmdir fyrir 57 milljarða króna sem kalla á 620 ársverk. Loftslagsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu. Í tilkynningu segir að með þessu styrki Rio Tinto Alcan stöðu sína á markaði í Norður-Evrópu og eflir þjónustu sína við viðskiptavini á þessu mikilvæga markaðssvæði. Fjárfestingin endurspeglar þá stefnu fyrirtækisins að vera öflugur framleiðandi á hágæðavöru af þessari gerð. „Við erum sannfærð um að eftirspurn fyrir álbolta verði góð í Evrópu og það mun gera okkur kleift að festa okkur í sessi á þessum þýðingarmikla markaði. ISAL notar græna orku og losar lítið af gróðurhúsalofttegundum og getur því framleitt bolta á umhverfisvænni hátt en önnur álver. Aðkoma ISAL að framleiðslunni styrkir einnig stöðu okkar með hliðsjón af því að álverið hefur reynst afar áreiðanlegur framleiðandi á hágæðavörum," segir Gordon Hamilton, framkvæmdastjóri á sölu- og markaðssviði Rio Tinto Alcan. Önnur álver Rio Tinto Alcan í Frakklandi og á Bretlandi munu taka við hluta af barraframleiðslunni sem ISAL hefur sinnt fram til þessa. Gert er ráð fyrir að boltaframleiðsla hefjist í Straumsvík árið 2012 og að alfarið verði búið að skipta yfir í boltaframleiðslu fyrir árslok 2014. Þetta verkefni er til viðbótar við 347 milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í uppfærslu á búnaði og 20% framleiðsluaukningu álversins sem tilkynnt var um 23. september sl. í kjölfar þess að endanlega var gengið frá langtímasamningi við Landsvirkjun um orkukaup álversins. Samanlagt er því um að ræða framkvæmdir fyrir 57 milljarða króna sem kalla á 620 ársverk.
Loftslagsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira