Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Hvetja fólk til að plokka flug­elda­rusl á nýárs­dag

Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni

Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins.

Erlent
Fréttamynd

Hinir „hræði­legu“ popúlistaflokkar

Popúlismi er dreginn af enska orðinu popular, sem merkir vinsælt, eða populus úr latínu, orð yfir fólkið, almúgann eða almenning. Popptónlist er til dæmis vinsæl tónlist almennings. Hér áður fyrr var hinn stóri hópur, almenningur, oft nefndur pöpullinn.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­hitaðir afneitunarafgangar Frosta

Eftir að hafa fundið lausn á Covid-19 og peningamálum á Íslandi er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins búinn að komast að því að loftslagsvísindamenn heimsins hafi allir rangt fyrir sér um loftslagsbreytingar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á far­gjöldin

Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar.

Erlent
Fréttamynd

Falskur finnst mér tónninn

Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum “Skamm! (-sýni)”. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar.

Skoðun
Fréttamynd

Skamm! (-sýni)

Á gróðursnauðu Íslandi er lykilatriði að binda og bæta sem hraðast jarðveginn sem annars ýmist fýkur á haf út, eða endar í lungum okkar. Einnig er mikið rætt um bindingu kolefnis, t.d. í formi endingargóðs plöntumassa. Skiptir þar mestu að binda sem mest af kolefni hratt, samhliða því að draga úr losun þess. Okkar stórkostlega en fátæka flóra hentar því miður ekki alltaf best til verksins.

Skoðun
Fréttamynd

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Innlent
Fréttamynd

Allir í limbói vegna fyrir­hugaðra breytinga á vöru­gjaldi

Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir

Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma.

Viðskipti
Fréttamynd

Norskt fyrir­tæki veðjar á raf­knúna sjó­flug­vél

Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát.

Erlent
Fréttamynd

„Lægsti sam­nefnari“ sagður niður­staðan á COP30

Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins.

Erlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fjár­mögnun lofts­lagsað­gerða stjórn­valda

Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sagt meðal ríkja sem mót­mæla út­vatnaðri á­lyktun COP30

Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal.

Erlent
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hélt það væri skot­á­rás í gangi“

Eldur kviknaði á loftslagsráðstefnunni COP30 í Brasilíu en enginn hlaut varanlegan skaða af. Forseti Ungra umhverfissinna var viðstödd ráðstefnuna þegar eldurinn kviknaði en hélt fyrst að um skotárás væri að ræða. Allir ráðstefnugestir eru óhultir en eldsupptökin liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent