Hamilton ætlar sér fleiri sigra 4. júní 2010 15:37 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Tyrklandi með Nicole Scherzinger, Jensob Button og liðsmönnum McLaren. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira