Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta SB skrifar 12. apríl 2010 08:22 Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira