Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:55 Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar