Kjósum og samþykkjum Icesave Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. janúar 2010 06:00 Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun