Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi synti sig í morgun inn í úrslit í 100 metra bringusundi á sundmóti í Canet í Frakklandi sem er hluti af Mare Nostrum mótaröðinni en þar keppa flestir af sterkustu sundmönnum heims.
Jakob Jóhann undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi í ágústmánuði og er þátttaka hans í mótinu í Canet hluti af þeim undirbúning.
Félagar Jakobs úr afrekshóp sundfélagsins Ægis eru einnig að taka þátt í sundmótinu og hefur þeim gengið þokkalega.
Jakob Jóhann í úrslitum í 100 metra bringusundi í Canet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
