Button vill skýra mynd á reglurnar 9. september 2010 15:50 Jenson Button á blaðamannafundi í Monza í dag. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira