Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér 15. september 2010 17:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira