Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum 9. nóvember 2010 06:00 Biðröð eftir nauðsynjum Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. Fréttablaðið/GVA Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira