Pedro de la Rosa aldrei betri 19. ágúst 2010 13:01 Pedro de la Rosa hjá Sauber. Mynd. Getty Images Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira