Pedro de la Rosa aldrei betri 19. ágúst 2010 13:01 Pedro de la Rosa hjá Sauber. Mynd. Getty Images Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan. Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan.
Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira