Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Chicago Red Stars. Guðrún Sóley hefur hafnað tilboðinu en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.
Guðrún Sóley er enn að glíma við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Finnlandi á síðasta ári og það segir hún vera aðalástæðuna fyrir því að hún hafnaði tilboði bandaríska liðsins.
Guðrún Sóley er í samningarviðræðum við Djurgården en hún lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.