Spánverjinn Raúl Gonzalez skoraði þrennu fyrir Schalke 04 í 4-0 stórsigri á Meistaradeildarliði Weerder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir þýska félagið síðan að hann kom þangað frá Real Madrid í sumar.
Raúl var réttur maður á réttum stað í tveimur fyrstu mörkunum sem komu á 45. og 56. mínútu og innsiglaði síðan þrennuna sína með því að lyfta boltanum snilldarlega yfir Tim Wiese í marki Bremen á 71. mínútu leiksins. Það er hægt að sjá þessi þrjú mörk með því að smella hér.
Raúl skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu deildarleikjum sínum með Schalke 04 en hefur nú skoraði fimm mörk í síðustu þremur leikjum og er því greinilega búinn að finna skotskónna í Þýskalandi.
Þrenna Raúl gegn Werder Bremen í gær - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
